*

miðvikudagur, 27. október 2021
Erlent 25. september 2020 07:30

Deutsche lokar 100 þýskum útibúum

Fimmtungi útibúa bankarisans í heimalandinu verður lokað. Netþjónusta hefur aukist vegna heimsfaraldursins.

Ritstjórn
Deutsche bank er stærsti banki þýskalands.
epa

Þýski bankinn Deutsche bank hyggst loka fimmtungi útibúa sinna í heimalandinu, sem mun fækka þeim í 400.

Fyrir utan að koma illa við afkomuna og þrýsta þannig á hagræðingaraðgerðir, hefur heimsfaraldurinn orðið til þess að notkun netþjónustu bankans hefur stóraukist, sem dregur úr þörf á útibúum.

Helsti innlendi keppinauturinn, Commerzbank, tilkynnti í sumar að 200 útibú sem lokað hafði verið tímabundið af sömu ástæðum yrðu ekki opnuð aftur.

Deutsche bank hefur verið í endurskipulagningarferli síðan í fyrra, hvers markmið er meðal annars að draga úr fjárfestingabankastarfsemi, minnka efnahagsreikninginn verulega, og fækka störfum um 18 þúsund fyrir 2022.

Stikkorð: Deutsche bank