Erlendar fjármálastofnanir hafa aukið skuldabréfaútgáfu sína eftir að Seðlabankinn hækkaði stýrirvexti um 25 punkta í 10,5% á föstudaginn í síðustu viku. Vaxtahækkunin var nokkuð undir væntingum greiningaraðila.

Í dag greindu Deutsche Bank og European Investment Bank (EIB) frá því að þeir hefðu stækkað útboðið, en áður hafði þýski bankinn KfW aukið útgáfuna um þrjá milljarða.

Deutsche Bank gaf út aukalega skuldabréf fyrir einn milljarð og nemur heildarútgáfa bankans nú 10,5 milljörðum. EIB stækkaði útgáfu sína, líkt og KfW, um þrjá milljarða og nemur heildarútgáfan því 15 milljörðum. Heildarútgáfa KfW nemur nú 18 milljörðum.

Markaðsaðlilar túlka aukningu skuldabréfaútgáfu erlendra fjármálastofnanna þannig að fjármálamarkaðir líta ekki á 25 punkta hækkun Seðlabankans sem stefnubreytingu og að aðhaldið verði áfram mikið, þrátt fyrir orð forsætisráðherra um að um stefnubreytingu hafi verið að ræða.

Sérfærðingar segja að vaxtahækkunin og spár um frekari vaxtahækkanir á næsta ári muni hvetja til aukinnar skuldabréfaútgáfu erlendra aðila og að samanlögð heildarútgáfa geti náð 200 milljörðum á næsta ári.

Líklegt er að vaxtahækkunin verði til þess að krónan styrkist á ný, en hún gaf eftir í kjölfar vaxtahækkunarinnar, sem eins og áður sagði var undir væntingum.