Franska fjármálaeftirlitið, Autorité des Marchés, hefur sektað Deutsche Bank auk fjögurra vogunarsjóða um 6,25 milljónir evra í kjölfar rannsóknar á innherjaviðskiptum í tengslum við útboð á skuldabréfi franska margmiðlunarfyrirtækinu Vivendi. Deutsche Bank var sektaður um 750 þúsund evrur. Þrír vogunarsjóðir, GLG Partners, Meditor og UBS, voru hver og einn sektaðir um 1,5 milljón evra. Sá fjórði, Ferox, var sektaður um eina milljón evra. Franska fyrirtækið var jafnframt tekið til rannsóknar en ekki var ekki sektað.