Deutsche Bank tapaði 1,4 milljörðum evra eða því sem samsvarar um 172 milljörðum íslenskra króna á árinu 2016. Árið áður var tapið þó enn meira, eða 6,4 milljarðar evra. Frá þessu er greint í frétt BBC .

Þýski bankinn tapaði 1,9 milljarði á seinustu þremur mánuðum ársins 2016, vegna sektar sem bankinn þurfti að greiða vegna aðildar í fjármálahruninu 2008-2009. Bankinn sagðist hafa staðið af sér alveg einstaklega erfitt ár.