*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Innlent 26. maí 2019 14:05

Devitos græðir minna

Hagnaður Devitos Pizza, dróst saman um þriðjung milli ára, úr tæplega 11,5 milljónum árið 2017, í 7,6 milljónir króna, á síðasta ári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður Devitos Pizza ehf., dróst saman um þriðjung milli ára, úr tæplega 11,5 milljónum árið 2017, í 7,6 milljónir króna, á síðasta ári. Á sama tíma jukust tekjur félagsins um 1,1%, í 111,1 milljón króna úr tæplega 110 milljónum, meðan rekstrargjöldin jukust um 6%, úr 95,4 milljónum í 101,1 milljón króna.

Skuldir pitsustaðarins jukust um 39,1% á milli ára, úr tæplega 19,4 milljónum í 26,9 milljónir króna, meðan eigið fé félagsins minnkaði um 23,2%, úr rúmlega 18,9 milljónum í rúmar 14,5 milljónir króna, svo eignirnar jukust samtals um 8,3%, úr 38,3 milljónum í 41,5 milljónir króna. Eigandi og framkvæmdastjóri félagsins er Ali Louzir.

Stikkorð: Uppgjör Devitos Pizza
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is