Pítsustaðurinn Devitos Pizza hagnaðist um 11,4 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 15,8 milljónir árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2017.

Sala nam 109,9 milljónum og jókst um tæplega 1% milli ára. Rekstrargjöld námu 95,4 milljónum og jukust um rúmlega 6%, en launagreiðslur námu 42,9 milljónum og jukust um 17,6% milli ára. Rekstrarhagnaður nam því 14,5 milljónum og lækkaði um 4,9 milljónir milli ára.

Eignir Devitos námu 38,3 milljónum í lok árs 2017. Þar af var handbært fé 30,7 milljónir. Eigið fé Devitos var 18,9 milljónir í lok ársins.

Hreint veltufé frá rekstri nam 13,9 milljónum og handbært fé frá rekstri var rúmlega 16 milljónir. Handbært fé hækkaði um 4,2 milljónir. Devitos greiddi 15 milljónir í arð á síð­asta ári, en félagið er alfarið í eigu Ali Louzir.