Næstkomandi föstudag verið haldin ráðstefnu í Salnum í Kópavogi undir yfirskriftinni Frumkvöðlar eru framtíðin. Ráðstefnan er haldin í tilefni af evrópsku fyrirtækjavikunni sem er haldin á vegum framkvæmdastjórnar ESB í 37 Evrópulöndum dagana 15.-21.október. Áhersla verður lögð á reynslu og þekkingu framúrskarandi frumkvöðlakvenna. Tveir frumkvöðlar úr ólíkum áttum halda saman fyrirlestur og eru hvattir til að fara óhefðbundnar leiðir í nálgun sinin á viðfangsefninu. Dagskrána má sjá hér.

Samstarfsaðilar framkvæmdastjórnar ESB og framkvæmdaraðilar vikunnar á Íslandi eru Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rannís, Íslandsstofa, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins.