Afgangur verður af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves á þessu ári, að sögn framkvæmdastjórans Gríms Atlasonar. Rekstrarfélag Iceland Airwaves, IA tónlistarhátið ehf., tapaði 4,1 milljón króna á síðasta ári. Upphæðin bættist við tæplega 1,5 milljóna króna tap árið áður. Grímur segir reksturinn á áætlun.

Tónlistarhátíðin stóð yfir um síðustu helgi og lauk með tónleikum Sigur Rósar í Nýju Laugardalshöllinni á sunnudagskvöld.

Félagasamstökin Útflutningskrifstofa íslenskrar tónlistar tók yfir rekstur Iceland Airwaves árið 2010. Grímur segir í samtali við Viðskiptablaðið sem kemur út á morgun, að þegar IA tók rekstur hátíðarinnar yfir hafi staðan verið erfið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Hæstiréttur gæti sett Kauphallarviðskipti í uppnám
  • Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson tala á víxl í Al Thani-málinu
  • Eitt fyrirtæki á þriðjung allra skuldabréfa ríkisins í dollurum
  • Endurkoma Eimskips á hlutabréfamarkað
  • Úrræðaleysis gætir í samningaviðræðum við lækna
  • Já hagnast um 460 milljónir á tveimur árum
  • Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson sér tækifæri á Grænlandi
  • Gistinóttum á hótelum fjölgar - rýnt í landsvæðin
  • Guðríður í Attentus leigir út mannauðsstjóra
  • Þjóðarpúls Capacent: Stjórnarandstaðan komin í lykilstöðu
  • Sérfræðingar óttast afleiðingar nauðasamninga Glitnis og Kaupþings
  • Ýmislegt um endurkjör Barack Obama
  • Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, segir brottrekstur fyrrverandi forstjóra ekki hafa dregið úr trausti á FME. Unnur er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu.
  • Allt um feril Ayn Rand, höfund Uppsprettunnar
  • Áhugafólk og lengra komnir skella sér á námskeið í fluguhnýtingum
  • Nærmynd af Birni Björnssyni, forstöðumanni hjá Íslandsbanka og þjálfara landsliðs kvenna í hópfimleikum.
  • Ýmislegt um eðalvín og gull
  • Óðinn skrifar um norrænu velferðarstjórnina, skatteyðendur og skattgreiðendur
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem skrifar um formannsslaginn í Samfylkingunni
  • Myndasíður, pistlar og margt, margt fleira