Leonardo Di Caprio, David Attenbourough og Richard Branson, forstjóri Virgin, taka höndum saman við hindúahreyfingu sem vilja banna nautakjöt í Indlandi.

Neytir ekki dýraafurða

Hreyfingin er tengd þjóðernishreyfingu Hindúa en nú hyggjast þeir fara með baráttu sýna fyrir nautakjötsbanni á alþjóðlega vísu og verða mótmæli meðal annars í Bretlandi þann 31. júlí.

Drifkraftur þjóðernishreyfingarinnar er trúarlegur en Leonardo Di Cabrio er drifinn áfram af réttindabaráttu fyrir hönd dýra og áhyggjum af umhverfinu. Hann er vegan, sem þýðir að hann borðar engar dýraafurðir og hefur haldið því fram að dýrahald í landbúnaðarskyni sé ein helsta orsök umhverfisskaða.