Leikarinn heimsfrægi Leonardo DiCaprio hefur lýst yfir því að hann vilji starfa með bandarískum stjórnvöldum vegna rannsóknar þeirra á spillingarmáli á malasíska ríkissjóðnum 1MDB. Frá þessu er greint í frétt BBC .

Góðgerðasamtök DiCaprio og kvikmyndin Wolf of Wall Street eru viðriðin þetta spillingarmál og eru sökuð um að hafa þegið fé frá sjóðnum.

Bandaríska ríkisstjórnin vonast til þess að leggja hendur á eignir sjóðsins upp á milljarð dollara eða því sem samsvarar 114 milljörðum íslenskra króna.

Talsmaður leikarans sagði í tilkynningu að DiCaprio og góðgerðasamtök hans myndu starfa með bandarísku ríkisstjórninni í rannsókn málsins og skila öllu því fé eða gjöfum sem góðgerðasamtökin hafi hlotið.