Sala á gosdrykkjum í Bandaríkjunum minnkaði árið 2010 um 0.5%. Er það minni samdráttur en árin á undan sem var 2,1% árið 2009 og 3% árið 2008.

Sala á gosdrykkjum hefur ekki aukst milli ára í Bandaríkjunum síðan árið 2004. Þetta kemur fram á vef Fortune en blaðið vitnar í Beverage-Digest.

Mest seldi gosdrykkurinn, í lítrum talið, er Coke. Um margra ára skeið hefur Pepsi verið í öðru sæti þar til í fyrra en þá komst Diet Coke upp fyrir Pepsi.

Ekki var söluaukningu að þakka, heldur drógst salan á Diet Coke aðeins um 1% en salan á Pepsi féll hins vegar um 4,8%.

Ástæða sölusamdráttarins má rekja til þess að Bandaríkjamenn leggja nú meiri áherslu á minna kaloríuinnihald. Því hefur sala á drykkjum eins og Coke Zero og Pepsi Max aukist á kostnað sykraðri drykkja.

Þrátt fyrir að sala gosdrykkja hefur dregist saman var heildarsöluandvirði hærra árið 2010 en árið á undan sem nemur 0,4% og seldust gosdrykkir fyrir 74,2 milljarða bandaríkjadala.

Listinn yfir mest seldu gosdrykkina í Bandaríkjunum árið 2010 samkvæmt Beverage-Digest.

Sæti - Vara (Framleiðandi) - Markaðshlutdeild - Breyting milli ára

  1. Coke (Coke) 17.0% -  -0.5%
  2. Diet Coke (Coke) 9.9% -  -1.0%
  3. Pepsi-Cola (PepsiCo) 9.5% -  -4.8%
  4. Mt. Dew (PepsiCo) 6.8% -  +0.5%
  5. Dr Pepper (DPS) 6.3% -  +2.8%
  6. Sprite (Coke) 5.6% -  +2.0%
  7. Diet Pepsi (PepsiCo) 5.3% -  -5.2%
  8. Diet Mt Dew (PepsiCo) 2.0% -  +5.8%
  9. Diet Dr Pepper (DPS) 1.9% -  +5.6%
  10. Fanta (Coke) 1.8% - +1.0%