Diljá Mist Einarsdóttir
Diljá Mist Einarsdóttir
Alls 43,6 milljónir söfnuðust til góðra málefna í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka og er það þriðjungi meira en í fyrra. Diljá Mist Einarsdóttir safnaði mest einstaklinga, eða 878.500 krónur fyrir Styrktarsjóð Susie Rutar og meðal boðhlaupsliða var það liðið "Í minningu Katrínar Ingimarsdóttur" sem safnaði mest fyrir Minningarsjóð líknardeildar Landspítalsans í Kópavogi, eða 677.000 krónur.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram síðastliðinn laugardag og var met þátttaka í hlaupinu. Alls 12.481 hlauparar voru skráðir í hlaupið í ár miðað við tæplega 11 þúsund í fyrra.