*

miðvikudagur, 21. apríl 2021
Innlent 17. febrúar 2020 16:55

Dill fær Michelin stjörnuna aftur

Dill fær Michelin stjörnu á ný. Veitingastaðurinn fékk stjörnuna fyrst íslenskra veitingastaða árið 2017 en missti hana á síðasta ári.

Ingvar Haraldsson
Gunnar, Karl Gíslason tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd Dill.
vb.is

Dill fær Michelin stjörnuna á ný. Frá þessu var greint af Michelin á kynningu á norrænum Michelin stjörnum fyrir árið 2020 í Þrándheimi í Noregi nú fyrir skömmu.

Dill fékk Michelin stjörnu árið 2017, fyrst íslenskra veitingastaða en missti hana á síðasta ári. Þá lokaði staðurinn við Hverfisgötu í ágúst síðastliðnum en opnaði á ný í Kjörgarði við Laugaveg.

Gunnar Karl Gíslason tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd Dill. Hann sagðist vera einmanna á sviðinu og þakkaði samstarfsfélögum sínum og eiginkonu einnig fyrir.

 

 

Kynnarnir bent á að Gunnar hafi rekið Michelin veitingastaðinn Agern í New York. Gunnar sagði mikinn mun á að vera í New York. Á Grand Central lestarstöðinni í New York, þar sem á veitingastaðinn má finna fari milljón manns í gegn á dag. Gunnar benti á að það væri um það bil þrefaldur íbúafjöldi Íslands og uppskar hlátur úr salnum.

Sjá má upptöku af viðburðinum hér að neðan:


Stikkorð: Dill Michelin