Samkvæmt nýrri skýrslu frá efnahagsmálaráðuneyti Þýskalands eru ekki bjartir tímar fram undan í hagkerfi landsins.

Í henni kemur fram að ástandið á alþjóðlegum fjármálamörkuðum grafi undan kraftinum í þýska hagkerfinu og á sama tíma hafi verðbólga neikvæð áhrif á hegðun neytenda.

Ekki er búist við að væntingar muni aukast á næstu mánuðum.

Hins vegar telja sérfræðingar jákvætt að heimsmarkaðsverð á hrávöru fari á ný lækkandi en telja þó að nokkrir mánuðir muni líða áður en sú þróun fer að hafa áhrif á verðbólguna.