*

laugardagur, 16. október 2021
Erlent 15. september 2017 13:31

Dimon segir Bitcoin „svik“

Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan Chase & Co., telur Bitcoin „svikastarfsemi“ og myndi reka miðlarana sína ef þeir myndu stunda viðskipti með myntina.

Ritstjórn
epa

Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan Chase & Co, sagði að Bitcoin væri „svikastarfsemi“ (e. fraud) og myndi reka alla þá miðlara sem að myndu stunda viðskipti með myntina. „Ég myndi reka þá á stundinni — fyrir því væru tvær ástæður — annars vegar að það er gegn reglum okkar og hins vegar vegna heimsku,“ sagði forstjórinn á fundi með fjárfestum í New York síðastliðinn þriðjudag. 

Þar kom fram að hann taldi að rafmyntin gengi aldrei upp. Hann tók fram að það væri ekki hægt að stunda viðskipti með gjaldmiðil sem er ekki búinn til úr lofti. Ummæli Dimon's hafa vakið sterk viðbrögð frá stuðningsmönnum rafmyntarinnar. Hægt er að lesa svör þeirra hér. 

Hægt er að fylgjast með gengi rafmyntarinnar hér. Þegar þetta er ritað stendur Bitcoin í 3.256 dollurum. 

Stikkorð: Jamie Dimon Bitcoin svik