Hafdísi Jónsdóttur þekkja flestir fyrir hlut hennar í uppbyggingu líkamsræktarveldisins World Class. Hafdís, eða Dísa eins og hún er jafnan kölluð, er kvænt Birni Leifssyni og hafa þau saman opnað fjölda líkamsræktarstöðva víðsvegar um landið. Við það lætur Dísa ekki sitja heldur gegnir nú formennsku í Félagi kvenna í atvinnulífinu en hún hefur verið virkur þátttakandi félaginu á síðustu árum. World Class er þó helsta verkefni og áhugamál og segist Dísa vaka og sofa yfir rekstrinum.

Þungur róður

Dísa er fædd og uppalin í Garðabænum og lagði á yngri árum stund á dans, ballet og fimleika. Hún fór til náms til Bandaríkjanna í Florida School of Art þar sem hún lærði dans, söng og leiklist. Þegar hún sneri heim opnaði hún eigin dansstúdíó sem hún lokaði þegar hún sneri sér að fullu að World Class ásamt Bjössa. Dansinn lifir þó innan World Class í dag þar sem meðal annars er starfrækt dansstúdíó.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.