Eftir að eldur kviknaði í einni stærstu olíuhreinsunarstöð Evrópu í Pernis í Hollandi hefur verð á framvirkum samningum fyrir ágústmánuð á dísilolíu rokið upp. Eldurinn kveiknaði á laugardag, en strax í fyrstu viðskiptum í morgun var mikið um að vera þegar markaðsaðilar virtust gera ráð fyrir að skortur gæti orðið á dísilolíu á markaði til skamms tíma.

Hækkaði verðið á framvirkum samningum í ágúst uppfyrir framvirka samninga fyrir september, sem lýsir trú markaðarins á skorti til skamms tíma að því er Bloombert fréttastofan segir frá. Nam hækkunin allt að 17,25 Bandaríkjadölum, og fór það upp í 502,25 dalir á tonn, sem er hæsta verð síðan 19. apríl síðastliðinn.

Kom truflunin á afhendingu olíu vegna brunans ofan í aðrar truflanir sem hafa orðið í framleiðslu í olíuvinnslustöð í Leuna í Þýskalandi. Leiddi hún til þess að nokkrar eldsneytisstöðvar á svæðinu í kringum Leipzig voru án eldsneytis. Eldsneyti geymt í sjálfstæðum olíutönkum lækkaði niður í lægsta magn í júlímánuði í sex ár að því er tölfræðigögn sýna.