Verð á dísilolíu hefur verið lækkað niður fyrir 200 kr. múrinn á Orkunni og Shell. Áður hafði verð á 95 oktana bensíni farið niður fyrir 200 kr.

Lækkunin nú er 4 kr. á dísillítranum og kostar lítrinn þá 199,50 kr. á Orkunni og 199,90 kr. á Shell. Kemur þetta til vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði olíu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Skeljungur hefur þar með lækkað verð á dísilolíu um 43 krónur og bensíni um 49 krónur síðan í sumar.