Olíufélagið Saudi Armaco hefur keypt 400.000 tonna af dísilolíu í mjög sjaldgæfum viðskiptum sem miðast við meðalverð í framvirkum samningu mars til desember 2009. Þykir þetta sérlega óvenjulegt þar sem félagið er vant að kaupa á „spot” verði til að bæta skammtíma birgðastöðu sína, sérstaklega yfir sumartímann. Reuters segir þetta einnig athyglisvert þar sem „spot” verð hafi verið lækkandi.   Ástæða kaupanna er rakin til mikils skorts á dísilolíu í Sádí Arabíu. Hefur konungsríkið þurft að kaupa dísilolíu á spotmarkaði vegna aukinna umsvifa undanfarin tvö ár við uppbyggingu vega og öðrum innviðum samfélagsins. Líklegt er talið að dísilolían sem Saudi Armaco kaupir til þessa volduga olíuríkis komi frá Indlandi eða Mið-Austurlöndum.