Japanski bílaframleiðandinn Nissan Motor Co kynnir til sögunnar nýja gerð bensínvél sem þeir segja muni gera nýjustu gerðir dísilvéla úreltar.

Getur verið hagkvæm eða kraftmikil

Nýja vélin nýtir tækni sem gerir vélinni kleyft að breyta hlutfalli bensíns og lofts í sprengihreyflinum, svo vélin getur haft jafnmikinn kraft og túrbóknúin bensínvél á sama tíma og hún getur haft jafnmikið afl og hagkvæmni og núverandi dísil- og hybrid bílar.

Kemur tæknin í kjölfarið á því að orspor dísilvéla hefur borið skaða af því að upp komst um að Wolkswagen bílar voru með búnað sem drógu sérstaklega úr útblæstri bílanna þegar voru í rannsóknum.

Verulega betri eldsneytisnýting

Nýja bensínvélin sem búist er við að komi í sýningarbíl á næsta ári, er að jafnaði með 27% betri eldsneytisnýtingu heldur en 3,5 lítra V6 vélin, en með svipaði mikinn afl og kraft. Jafnframt er vélin ódýrari en túrbóknúnar dísilvélar sagði verkfræðingur hjá Nizzan hjá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Atsugi suður af Tokyoborg.

Vélin gæti jafnframt verið innan marka reglugerða um útblástursmagn á níturoxíði og önnur útblástursefni án dýrra aðgerða. Er stefnt að því að vélin verði í boði í bílum Nissan og líklega einnig samstarfsaðilanna í Renault.

Talsmenn Nizzan segja að vélin muni geta valið á milli hlutfalls eldsneytis og andrúmslofts á bilinu 8:1 til 14:1, en hefðbundnar bensínvélar stefna að hlutfallinu 8:1 til 10:1, en í sport- og kappakstursbílum er hlutfallið 12:1 eða hærra.