*

mánudagur, 1. júní 2020
Erlent 18. júlí 2017 12:44

Disney byggir hótel í Star Wars þema

Disney fyrirtækið byggir skemmtigarða og hótel í anda Star Wars, en á hótelinu við Orlandu mun útsýnið sýna út í geiminn.

Ritstjórn
epa

Disney hefur birt áætlanir um að nýtt hótel í Star Wars þema við Disney World í Orlando, sem á að líkja eftir upplifuninni við að vera í geimnum eins og frekast er kostur að því er CNN greinir frá.

Stjórnarformaður Walt Disney Parks and Resorts, Bob Chapek, tilkynnti um hótelið á sama tíma og tilkynnt var um uppbyggingu 14 ekru svæða í anda Star Wars í skemmtigörðum fyrirtækisins, sem munu ganga undir heitinu Star Wars: Galaxy´s Edge.

Munu gestir þar geta stigið um borð í Millenium Falcon, geimskip Han Solo annars vegar og hins vegar um borð í Star Destroyer. Í hótelinu mun sérhver gluggi í herbergjunum hafa útsýni út í himingeiminn.