ABC sjónvarpstöðin, sem er dótturfyrirtæki Disney, hefur ákveðið að bjóða upp á vinsælustu sjónvarpsþætti sína á borð við Lost, Desperate Housewives, Commander in Chief og Alias ókeypis á veraldarvefnum. Hægt verður að niðurhala þáttunum vinsælu endurgjaldslaust í gegnum heimasíðu ABC sjónvarpsstöðvarinnar eftir að þeir hafa verið frumsýndir.

Hinsvegar þurfa netverjar, sem sækja sér þættina af netinu, að sætta sig við tíð auglýsingahlé á meðan áhorfinu stendur sem ekki er hægt flýta yfir eða sleppa. Fyrritæki á borð við Toyota, Ford, Procter & Gamble og Universal Prictures eru meðal þeirra sem hafa tryggt sér auglýsingar af þessu tagi. Sápuóperuþættir og teiknimyndir verða einnig í boði án endurgjalds á netinu.

Disney hefur verið að gera tilraunir með nýjar dreifingarleiðir á efni sínu og gerðu meðal annars garðinn frægan í október síðastliðnum þegar þeir tilkynntu áform sín að bjóða upp á þætti af Lost og Desperate Housewifes án auglýsinga sem hægt væri að niðurhala frá itunes, netbúð Apple fyrirtækisins, á aðeins tvo bandaríkjadollara.

Anne Sweeney, forstjóri hjá Disney, sagði að fyrirtækið væri tilbúið að halda áfram tilraunum með nýjar dreifingarleiðir og jafnvel reyna að komast að því hvort að netmiðlun á sjónvarpsefni gæti orðið vinsælli þegar fram líða stundir heldur en hin hefðbunda sjónvarpsmiðlun myndefnis.

Tilraun ABC sjónvarpsstöðvarinnar með nýjar dreifingarleiðir gefur vísbendingu um að tími hinnar hefbundu sjónvarpsdagskrár, þar sem þættir eru sýndir á fyrirfram ákveðnum tímum með auglýsingahléum inn á milli, sé að líða undir lok.

Wall Street sérfræðingar og frammámenn úr fjölmiðlaheiminum hafa ítrekað sagt að fjölmiðlafyrirtæki geti skilað sama ef ekki meiri hagnaði með því að nota þessar nýju dreifingarleiðir en sumir eru þó fullir efasemda.

Þegar Disney tilkynnti um tveggja dollara útsölu á þáttum urðu framkvæmdastjórar sjónvarpsstöðva ævareiðir og fannst lítið gert úr sjónvarpstöðvum. Margir eru í sjónvarpsiðnaði hafa jafnvel lýst yfir áhyggjum sínum að hin hefðbunda sjónvarpsmiðstöð sé að líða undir lok.

Forsvarsmenn ABC og Disney hafa tilkynnt að þeir muni deila niðurstöðum þessarar tilraunastarfsemi sem mun fara fram á næstu tveimur mánuðum með öðrum fjömiðlafyrirtækjum til þess að auðvelda þeim að taka þátt í þróuninni og veita þeim allar upplýsingar sem nauðsynlegt er.