Afþreyingarisinn Disney skilaði methagnaði á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Hann nam rúmum 1,8 milljörðum dala, jafnvirði 212 milljarða íslenskra króna. sem er 33% meira en ári fyrr en talsvert yfir væntingum markaðsaðila. Tvær kvikmyndir skiluðu Disney meira fé í kassann en reiknað var með, þ.e. teiknimyndin Frozen, sem hefur landað nokkrum verðlaunum, og nýjasta myndin um ævintýri ofurhetjunnar og guðsins Thor.

Á sama tíma skilaði annað efni Disney sömuleiðis ágætum tekjum.

Tekjur Disney námu 12,3 milljörðum dala á fjórðungnum og var það 8,5% aukning á milli ára.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) fjallar um málið og viðbrögð forstjórans við uppgjörinu.