Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálaprófessor, segir umræðuna í samfélaginu ekki hafa mikil áhrif á sig.„Það þýðir ekkert að barma sér yfir þessu, ef þú ert kominn út í baráttuna þarftu að sætta þig við að fólk höggvi í þig,“ segir Hannes.“

„Mér er minnisstætt þegar ég sat í makindum mínum inni á kaffistofu kennara í Odda í Háskólanum, nánar tiltekið þann 23. október 2008, og var að spjalla við samkennara mína. Ég sat þá í bankaráði seðlabankans sem mikið hafði mætt á dagana á undan. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor vatt sér þá inn gneypur á svip, fékk sér kaffi við skenk sem þar er, sneri þögull bakinu í okkur og þrammaði síðan út. Í dyrunum sneri hann sér við og öskraði á mig af öllum lífs og sálar kröftum: „Djöflastu til að segja af þér, helvítið þitt!“Ég get ekki sagt að þessi kveðja hafi snortið mig, en ég varð alveg steinhissa. Menn gera sjálfum sér meira mein með svona framkomu en mér.“