Í dag verður DK Trends Invest A/S skráð í Kauphöllina í Kaupmannahöfn. DK Trends Invest er smærra fyrirtæki (Small Cap) sem tilheyrir fjármálageira Nordic Exchange. DK Trends Invest er nýtt danskt fjárfestingarfélag sem fjárfestir í hlutabréfum og öðrum völdum fjárfestingarkostum að því er kemur fram í tilkynningu kauphallarinnar.

Fjárfestingarsafn DK Trends Invest samanstendur einkum af skráðum bréfum á skipulegum mörkuðum fyrir stór (Large Cap), meðalstór (Mid Cap) og Small Cap bréf. Áhersla er lögð á danska markaðinn auk markaðanna á hinum Norðurlöndunum.

?Það er okkur sönn ánægja að bjóða DK Trends Invest velkomið í Nordic Exchange. Félagið er þriðja félagið sem kemur á aðalmarkaðinn í Danmörku á árinu 2007 og er áhugaverð viðbót við fjármálageirann,? segir Jan Ovesen, forstjóri OMX Nordic Exchange Copenhagen í tilkynningu..

Viðskiptalota hlutabréfa í DK Trends Invest, sem hefur auðkennið DKTI, er 100. DK Trends Invest er smærra (Small Cap) félag í fjármálageiranum.