Á morgun, föstudag, mun Héraðsdómur Reykjavíkur stíga fyrsta skrefið til að eyða þeirri réttaróvissu sem ríkir um hvaða vextir eigi að gilda af gengistryggðu bílalánunum. Héraðsdómur Reykjavíkur mun í fyrramálið kveða upp dóm í fyrsta málinu sem tekur á vaxtakjörum gengistryggðra lána.

Málið höfðar Lýsing gegn skuldara í kjölfar þess að Hæstiréttur dæmdi gengistryggð bílalán ólögleg. Lýsing krefst breytinga á vaxtaákvæði þannig að vextir miðist við gjaldskrá Lýsingar. Lögmaður skuldara telur hins vegar að samningsvextir eigi að gilda. Endanlega niðurstaða um vaxtakjör gengistryggðra bílalána fæst hins vegar ekki fyrr en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm.