DnB Nor, næstverðmætasti banki Norðurlanda, lagði nýverið fram afkomuáætlanir til ársins 2015. Stjórnendur gera ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir skatta og afskriftir verði 30 milljarðar norskra króna fyrir árið 2015 eða um 633 milljarðar íslenskra króna. Þá er gert ráð fyrir því að árleg arðsemi eiginfjár verði ofan við 14%.

Reiknað er með að hagnaður samstæðunar verði 22-25 milljarðar norskra króna á næsta ári en arðsemi eiginfjár á síðasta ársfjórðungi nam 12,6%. Bankinn skilaði 8,5 milljarða norskra króna hagnaði fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi 2011 af því er fram kemur í greiningarefni IFS.