*

mánudagur, 27. september 2021
Innlent 29. apríl 2010 17:20

Dögg Pálsdóttir tapar máli gegn Saga Capital

Ritstjórn

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að Insolidum,  sem er þrotabú í eigu Daggar Pálsdóttur lögmanns og Páls Ágústs Ólafssonar, sonar hennar, skuli greiða Saga Capital Fjárfestingarbanka tæpar 300 milljónir króna auk dráttarvaxta. Þá eiga mæðginin að greiða 2,8 milljónir króna í málskostnað

Dögg Pálsdóttir og Páll Ágúst Ólafsson kröfðust þess að viðurkennd yrði riftun á kaupsamningi Insolidum ehf. við Saga Capiatal  um 47.500.000 stofnbréf í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Félag þeirra fékk lán hjá Saga í júlí 2007 til þess að kaupa stofnfjárbréfin. Kaupverðið var 560 milljónir króna og var hluti kaupverðsins fenginn að láni hjá Saga Capital. Þegar Spron féll fór Saga fram á viðbótartrygginga vegna láns Daggar og Páls. Þá vildi Dögg og Páll rifta kaupunum og hluta lánasamnings við Saga. Töldu þau að mikilvægum upplýsingum um stofnfjárbréf Spron hefðu verið leynt. Héraðsdómur féllst ekki á þau sjónarmið og Hæstiréttur hefur nú staðfest þann dóm.

Dómur Hæstaréttar í heild.