Dögg Pálsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögfræðingur, skilaði inn málflutningsréttindum sínum í síðasta mánuði en bú hennar var tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðsdómi Reykjavíkur 31. október síðastliðinn. Lögum samkvæmt missir lögmaður réttindi sín ef hann er úrskurðaður gjaldþrota.

Gjaldþrot Daggar má m.a. rekja til þess að hún tapaði máli í Hæstarétti árið 2010 sem verktakafyrirtækið Saga verktakar höfðuðu gegn henni vegna vangoldinna reikninga fyrir niðurrif og endurbyggingu á tveimur íbúðum. Verktakinn krafðist 32 milljóna króna greiðslu og dæmdi Hæstiréttur hana til að greiða upphæðina. Ólíklegt er hvort nokkuð fáist upp í kröfuna í kjölfar gjaldþrotsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • Fasteignafélag Hrafnistu með neikvætt eigið fé
  • Tvö bæjarfélög lækka skatta á íbúana
  • Seðlabankastjóri segir enn gert ráð fyrir nauðasamningum föllnu bankanna
  • Lítið eftir af eignum Kjalar
  • Tugir riftunarmál  slitastjórnar Kaupþings
  • Jarðboranir tapa milljarði
  • Engar samningaviðræður við sérfræðilækna í gangi
  • Stapi vill skaðabætur frá ríkinu
  • Hvað eru Nóbel námsbúðir?
  • Meirihluti launþegar með minna en 200 þúsund  í laun
  • Samfélagslega ábyrgir fjárfestingarsjóðir horfa víða
  • Rýnt í vaxtaákvörðun Seðlabankans og Peningamálin
  • ÍMARK-verðlaunin afhent í 22. sinn
  • Hvað bjóða leikhúsin upp á um jólin?
  • Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, fer yfir hugmyndafræðilega baráttu í ítarlegu viðtali.
  • Hinn skapandi maður í hugmyndaheimi Ayn Rand
  • Dagur í Kolaportinu í máli og myndum
  • Nærmynd af Luis Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi
  • Óðinn ber saman íbúðaverð í Reykjavík og öðrum höfuðborgum
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem skrifar um hæpnar forsendur fjárlaga
  • Myndasíður, pistlar og margt, margt fleira