Dohop og rússneski leitarrisinn Yandex hafa náð samningum um að flugverð á Dohop birtist inn á leitarvef Yandex.

Fjöldi flugleita á vef Yandex er um þrisvar sinnum meiri en á núverandi vef Dohop og því um töluverða aukningu að ræða.

Félagið er eitt stærsta inernetfyrirtæki í Evrópu en Yandex er vinsælasta vefsíða Rússlands og ein af 20 mest sóttu í heiminum. Yandex er rússnesk félag en er skráð á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjunum, en hjá fyrirtækinu starfa um 5.500 manns og markaðsvirði félagsins er um 476 milljarðar.

Samstarfið er staðfesting á alli þeirri vinnu sem við höfum lagt í tæknina. Það er mikil viðurkenning að Yandex hafi ákveðið að nota okkar lausn og við erum spennt fyrir framhaldinu. Þetta gefur okkur aðgang að mun stærri mörkuðum og gefur Yandex einnig tækifæri til að sækja á fleiri markaði segir Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop í fréttatilkynningu til fjölmiðla.

Í samtali við Viðskiptablaðið segir Davíð að samstarfið muni aukast í skrefum og að hann búist við því að þegar innleiðingin verði að fullu kláruð muni það geta aukið veltu Dohop um allt að 50%.