Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Dohop hefur gert samning við SEA á Ítalíu, rekstraraðila Malpensa flugvallarins í Milanó, um þróun og rekstur sérsniðnar flugleitar fyrir vef flugvallarins. Tæplega 19 milljón farþegar fóru um Malpensa flugvöll á síðasta ári. Til samanburðar fóru um tífalt færri farþegar um Keflavíkurflugvöll á sama tímabili.

Fram kemur í tilkynningu frá Dohop að flugleitin á vef Malpensa sé sérsniðin þannig að hún finnur ferðir með millilendingu í Mílanó, sem gerir flugvöllinn að nokkurs konar gátt til og frá Evrópu. Jafnframt er Malpensa fyrsta og stærsta bækistöð easyJet utan Bretlandseyja sem opnar afar áhugaverða tengimöguleika við fjölmörg önnur flugfélög á lágu verði.

Netsíða flugvallarins: www.flyviamilano.eu .