Búist er við að hagvöxtur verði 1,25% á þessu ári, 1,0% á næsta ári og 1,25% árið 2013. Þetta kemur fram í endurskoðaðri hagspá viðskiptaráðs í Danmörku. Fram kemur í hagspánni að horfur í efnahagsmálum á heimsvísu séu mun dekkri nú en áður.

Endurskoðunin er þvert á hagspá Seðlabankans sem birt var í Peningamálum í gær. Þar er gert ráð fyrir 3,1% hagvexti hér á þessu ári í stað 2,3% sem bankinn spáði í apríl. Gert er ráð fyrir því að hagvöxtur fari í 2,25% á árið 2013.

Í netútgáfu danska dagblaðsins Börsen segir að hagspáin endurspegli að lengri tíma muni taka að blása glæðum í danskt efnahagslíf og verði leiðin upp á við erfiðari en áður var reiknað með.

Viðskiptaráðið gerir ráð fyrir að einkaneysla fari niður í sögulegt lágmark og að fjárfestingar verði litlar á næstu árum með þessum afleiðingum. Þá segir viðskiptaráðið horfur geta versnað frekar, allt farið það eftir því hvernig gengur að leysa úr skuldakreppunni á evrusvæðinu. Fari allt á versta veg geti það haft neikvæðar afleiðingar í Danmörku.

Viðskiptaráðið sem Börsen ræðir um eru hagræðingar frá fjórum háskólum í Danmörku en það er efnahagsráðherra Danmerkur sem kallar þá til setu í ráðinu. Þeir birta hagspár sínar tvisvar á ári, eina að hausti og aðra að vori.