Valgerður Sverrisdóttur sem skipaði sæti iðnaðar- og viðskiptaráðherra á þeim tíma sem Búnaðarbankinn var seldur árið 2003 segist dolfallin yfir niðurstöðunni, þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í viðtali við blaðið segist hún sorgmædd yfir efni skýrslunnar. „Ég var blekkt eins og aðrir, eins og fjölmiðlar, almenningur og aðrir.“ Segist hún mest undrandi á því að þeir aðilar sem ríkisstjórnin hafi borgað fúlgur fjár fyrir að vera ráðgjafar, HSBC, skuli ekki hafa skoðað þetta.

Valgerður segir gott að sannleikurinn hafi verið leiddur í ljós og telur umhugsunarefni hvort ekki þurfi að rannsaka sölu Landsbankans sem einnig fór fram á þessum tíma.

Segist ekki geta fullyrt um að stjórnvöld hafi vitað af blekkingunum

Steingrímur J. Sigfússon sem sat í stjórnarandstöðu á sama tíma segist ekki geta fullyrt um að stjórnvöld hafi vitað af blekkingunum. Segist hann ekki vilja ekki ætla mönnum það að hafa haft grun sem þeir hafi bælt niður. Það sé hins vegar þáttur sem verði að fara betur yfir. „Hvernig gat þetta farið framhjá öllum?“ spyr Steingrímur