Dollar Shave Club, bandarískt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á ódýrum rakblöðum, hefur verið selt. Kaupandi félagsins er evrópski neysluvörurisinn Unilever. Samkvæmt heimildum DealBook og New York Times, mun Unilever koma til með að greiða einn milljarð Bandaríkjadala fyrir félagið.

Núverandi framkvæmdarstjóri, Michael Dubin, mun koma til með að halda stöðu sinni hjá fyrirtækinu. Unilever hefur tekið yfir ýmisleg fyrirtæki í gegnum tíðina, en frægustu eignir þeirra eru vörumerki á borð við Knorr, Ben & Jerry's og Dove.