Bandaríkjadalur hefur ekki verið veikari gagnvart japanska jeninu í 15 ár. Er veikingin rakin til samþykktar G20 ríkjanna um að koma í veg fyrir átök á gjaldeyrismarkaði.

Á síðustu vikum hefur því verið spáð að gjaldmiðlastríð muni hefjast þar sem ríki heims reyna hvað þau geta til að veikja gengi gjaldmiðils síns. Fjármálaráðherrar G20 ríkjanna funduðu um helgina í Suður-Kóreu og var meðal annars samþykkt að reynt yrði að koma í veg fyrir átök á gjaldeyrismarkaði.

Samkvæmt vef BBC er  1% veiking dollarans rakin til niðurstöðu fundarinar. Veikari gjaldmiðill eykur útflutningsverðmæti ríkjanna. Því er það freistandi fyrir ríkin að veikja gengi gjaldmiðils síns.