Dollarinn hefur aldrei verið lægri gagnvart evru en nú. Þetta orsakast að því að stýrivextir eru lágir í Bandaríkjunum og þannig leita fjárfestar gjarnan á aðra gjaldmiðla sem gefa af sér betri vexti að því er BBC greinir frá.

Evran kostar nú 1,509 bandaríkjadalil en fór í fyrsta skipti í gær í 1,5 dali.

Aðstoðarseðlabankastjóri Bandaríkjanna, Donald Kohn sagði við fjölmiðla í dag að áhyggjur af verðbólgu féllu í skuggan af auknum áhyggjum af kólnun bandaríska hagkerfisins. Orða hans gefa til kynna að stýrivextir kunni að lækka enn frekar en þeir eru nú 3%.