Krónan hefur veikst um rúmlega 0,5% í dag, samkvæmt upplýsingum frá bönkunum. Veltan á millibankamarkaði er enn lítil en engar opinberar veltutölur eru gefnar upp.

Samkvæmt gengisskráningu Seðlabankans er dollarinn nú 122,8 krónur, pundið 182,8, og evran 167,2 krónur.

Þá er danska krónan 22,4 íslenskar krónur, og sú norska stendur í 17,7 krónum.