Samkvæmt miðgengi Seðlabanka Íslands er dollarinn kominn undir 100 króna markið í fyrsta skipti síðan í júní á síðasta ári.

Gengi dollarsins er nú 99,61 króna miðað við miðgengi Seðlabanka Íslands. Krónan styrktist lítillega gagnvart nær öllum helstu viðskiptamyntum í dag.

Gagnvart dollar hefur krónan jafnframt verið að styrkjast lítillega dag frá degi síðan í byrjun mars.