Dollarinn náði sínu sterkasta gildi gagnvart evrunni í vikunni, og styrktist einnig gagnvart jeninu í gær. Væntingar fjárfesta standa nú til þess að seðlabankinn bandríski muni segja vaxtahækkunum lokið í bili. Hver evra kostar nú 1,5527 dollara. Í april styrktist dollarinn um 1,1% gagnvart evrunni.

Seðlabankinn hefur nú lækkað vexti sjö sinnum síðan í september. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru nú 2%.