Dollarinn hefur styrkst nokkuð gagnvart evru í dag. Bandaríkjadalur hefur verið í stöðugri veikingu gagnvart evru síðan í byrjun september.

Í morgunkorni Íslandsbanka segir að dollar hafi styrkst um tæp 2% gagnvart evru frá því um miðjan október.

„Þessi þróun hefur jafnframt gert það að verkum að dollarinn kostar nú um 113 krónur en um miðjan mánuðinn var hann kominn niður í 110 krónur.“