Dollarinn hefur nú styrkst um ríflega 5% gagnvart helstu viðskiptamyntum á síðastliðnum þremur vikum. Styrkingin gagnvart evru nemur 3,7% í síðustu viku, sem er mesta vikustyrking á móti evru í hálft fjórða ár. Vegvísir Landsbankans segir frá þessu.

Sterkari dollar verkar til lækkandi hrávöruverðs, sem hefur hækkað mikið á síðustu misserum.

Greiningaraðilar telja ekki efnahagslegar forsendur fyrir þeirri styrkingu sem nú á sér stað. Því sé um yfirskot að ræða, sem gæti þó enst um nokkurt skeið.

Hægur vöxtur bandaríska hagkerfisins, aukinn vöruskiptahalli og lágir stýrivextir ættu að hafa áhrif til styrkingar síðar meir.

Í frétt Bloomberg segir að styrkingarferli dollarans hafi hafist þegar Seðlabanki Evrópu tilkynnti að vaxtahækkana væri tæpast að vænta á næstunni.

Það verkaði til veikingar evrunnar, sem styrkti dollarann í samanburði.