Dollarinn hefur styrkst í dag á gjaldeyrismörkuðum og hefur ekki verið hærri í 14 mánuði gagnvart jeni. Ástæða hækkunar á gengi eru væntingar um vaxtahækkun bankaríska seðlabankans.

Markaðar hafa beðið í ofvæni eftir skýrslu Alan Greenspans fyrir fjárlaganefnd bandaríska þingsins en hann kemur fyrir þingnefndina á morgun. Hins vegar töldu spákaupmenn sig lesa út úr orðum seðlabankasjtórans í dag þegar hann sagði í skriflegu svari að efnahagslífið í Bandaríkjunum væri á góðu róli þrátt fyrir verðhækkanir á olíu.