Dómsmál sem varða gengistryggð bílalán hjá SP og Lýsingu  voru tekin fyrir í Hæstarétti 2. júní sl. Dóma er að vænta síðar í mánuðinum.

Málin tvö varða lögmæti bílalánasamninga hjá lánafyrirtækjunum tveimur. Hæstiréttur skipaði fimm dómara yfir málin og var þeim flýtt til að eyða réttaróvissu sem ríkir vegna þeirra. Þó er ekki loku fyrir það skotið að dómsuppkvaðning verði á sitt hvorn veginn enda um tvö ótengd dómsmál að ræða.

Að mati Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda, er mikilvægt að niðurstaða málanna verði sú sama. Gísli telur að vegna þess að í báðum tilvikum er um að ræða neytendur þá er líklegt að málin fari eins í Hæstarétti.