Hæstiréttur mildaði í dag dóm allra sakborninga í BK-44 málinu. Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson voru dæmdir til fjögurra ára fangelsisvistar, meðan Jóhannes Baldursson fékk dóm sinn mildan í þrjú ár, meðan Magnús Arnar Arngrímsson hlaut dóm upp á tvö ár.

Fimm hæsta­rétt­ar­dóm­ar dæmdu í mál­inu. Það voru þau Greta Bald­urs­dótt­ir, Markús Sig­ur­björns­son, Helgi I. Jóns­son, Ólaf­ur Börk­ur Þor­valds­son og Þor­geir Örlygs­son.

„Til þess­ara viðskipta gekk ákærði Birk­ir í því skyni að njóta af þeim fjár­hags­legs ávinn­ings svo sem reynd­in varð að nokkru. Brot ákærðu Elm­ars, Jó­hann­es­ar og Birk­is gegn lög­um nr. 108/ 2007 voru stór­felld og beind­ust bæði að þeim sem áttu í viðskipt­um á skipu­leg­um verðbréfa­markaði og öll­um al­menn­ingi," segir í dómi Hæstaréttar.

„Hátt­semi allra ákærðu varðaði gríðarleg­ar fjár­hæðir og varð Glitn­ir banki hf. fyr­ir stór­felldu tjóni af gerðum þeirra. Þá var brot ákærða Birk­is sam­kvæmt VI. kafla ákær­unn­ar stór­fellt. Eiga ákærðu sér eng­ar máls­bæt­ur, en þátt­ur þeirra í brot­un­um var á hinn bóg­inn mis­jafn."

Dæmdir árið 2014

Sumarið 2014 var dómur kveðinn upp yfir fjórum fyrrum starfsmönnum Glitnis. Þeir voru dæmdir í fimm og fjögurra ára fangelsi í héraðsdómi.

Á meðal dæmdra í málinu var Birkir Kristinsson, sem hlaut fimm ára dóm fyrir aðild sína að BK-44 málinu svokallaða. Viðskiptablaðið fjallaði um málið á þeim tíma.

Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007.

Sakborningar í málinu eru Elmar Svavarsson, Magnús A. Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og fyrrnefndur Birkir. Magnús hlaut fjögurra ára dóm meðan Elmar og Jóhannes hlutu sama dóm og Birkir upp á fjögur ár.