Þeir Hæstaréttardómarar sem sátu í Landsdómi snéru aftur til starfa í Hæstarétti á mánudag, eftir að Landsdómur kvað upp dóm í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra.

Alls sátu sex hæstaréttardómarar í réttinum og voru frá störfum í Hæstarétti frá 10. febrúar síðastliðnum.

Viðskiptablaðið greindi frá því í byrjun þessa árs að landsdómsmálið hefði töluverð áhrif á störf Hæstaréttar, þar sem fimm dómarar áttu sæti í Landsdómi. Þorsteinn Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar, segir að þetta hafi vissulega haft áhrif, enda muni um þennan fjölda dómara. Alls eru Hæstaréttardómarar tólf talsins.