Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, telur að dómarar eigi að vera sýnilegri almenningi í landinu.

„Dómarar eiga eðlilega ekki að tjá sig um einstök dómsmál en ég held að það væri gott fyrir dómstóla og almenning ef dómarar tækju þátt í umræðu um dómstóla og hlutverk þeirra,“ segir Jón Steinar í viðtali við Viðskiptablaðið.

„Nú er rætt um að almenningur beri takmarkað traust til dómstóla en ég held að það gæti breyst ef dómarar tækju þátt í því að fræða almenning um það hvaða aðferðum er beitt við að komast að niðurstöðu í dómsmálum og almennt um störf dómstólanna. Núna er þetta nánast nafnlaust og andlitslaust fólk sem enginn þekkir. Ég held líka að dómararnir hafi gott af því að þurfa að upplýsa um hvaða skoðanir þeir hafa á því hvernig nota eigi réttarheimildir.“

Lesa má viðtalið í heild sinni í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.