*

mánudagur, 13. júlí 2020
Innlent 31. júlí 2019 11:51

Dómari hafnaði kröfum á Samherja

Kröfum og ásökunum makrílveiðifélaga í Namibíu á hendur Samherja hafnað. Selja því 3,6 milljarða króna skip.

Ritstjórn
Þorsteinn Már Baldvinsson með heimskort í bakgrunni, en fyrirtækið hefur verið með starfsemi víða um heim, þar á meðal í Namibíu, sem hét áður Suðvestur Afríka.
Aðsend mynd

Dómstóll í Windhoek, höfuðborg Namibíu hafnaði í morgun kröfum tveggja útgerðarfyrirtækja sem verið höfðu í samstarfi við Samherja að því er Viljinn segir frá.

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um á dögunum sökuðu fyrirtækin Samherjamenn um spillingu og reyndu að koma í veg fyrir sölu dótturfélags Samherja á makrílveiðiskipi sem félögin höfðu nýtt í útgerð sína í samstarfinu sem lauk um áramótin síðustu.

Sögðu Samherjamenn engan fót fyrir ásökununum, en ógreitt 120 milljóna namibískra dala lán hvíli á skipinu sem hafi átt að vera búið að greiða upp. Skipið er verðmetið á um 400 milljónir namibískra dala, eða sem samsvarar um 3,6 milljörðum íslenskra króna.

Segir Viljinn samstarfsaðilana tvo, sem áttu makrílkvótann sem skipið nýtti, hafa fengið andvirði um 400 milljóna namibískra dala úr samstarfinu frá árinu 2013, auk eignarhlutar í umræddu skipi.

Dótturfélag Samherja, Esja holding sem hélt um eignarhlutinn í skipinu, sé í fullum skilum en áhöld eru sögð um hvort samstarfsaðilarnir hafi skilað réttmætum skattgreiðslum til namibíska ríkisins.

Stikkorð: Samherji Namibía dómstólar Windhoek