Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið að umsögn Hæstaréttar um þá sem sóttust eftir embætti Hæstaréttardómara árið 2004 hafi verið svo hlutdræg að hún hafi falið í sér grafskrift umsagnarfyrirkomulagsins.

„Enda má segja að dómararnir hafi verið að reyna að nota umsögnina til að hindra það að ég yrði skipaður dómari. Ekki nóg með það, heldur veit ég það að dómararnir í Hæstarétti, sem áttu að gefa umsögn um umsækjendur, fóru að leita sjálfir að umsækjanda sem hugsanlega gæti skákað mér. Þetta gerðist eftir að ég sagði við fjölmiðla að ég myndi sækjast eftir stöðunni.“

Hann segist enn geta bætt við þetta. „Það er að vissu leyti svolítið hrikaleg saga satt að segja. En ég átti samtöl við einn þessara dómara þar sem beinlínis var haft í hótunum við mig um það að ef ég drægi ekki umsóknina til baka yrði ég skaðaður í umsögn réttarins. Ég er ekki að segja að dómararnir hafi bundist neinum samtökum um þetta, en þetta gerðist. Hafi ég verið í vafa um að sækja um embættið þá hvarf hann við þetta. Þetta er ljót saga, en við þessar aðstæður kom ég inn."

Nánar er rætt við Jón Steinar er í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Á meðal efnis í blaðinu er :

  • Ölstofubræður og fótboltatvíburar í mál gegn Landsbankanum
  • Niðurskurður hjá Gogogic
  • Gjaldþrotameðferðir kosta hundruð milljóna
  • Stærri fjármálafyrirtæki auka umsvif sín í miðlun
  • Tveggja milljarða kröfur í þrotabú Tírufjárfestinga
  • Farið er yfir feril Guðríðar Lilju Grétarsdóttur
  • Óðinn skrifar um gengislækkun krónunnar og brennuvargana
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um þjóðarpúls Capacent
  • Myndasíða frá afhendingu viðskiptaverðlauna Viðskiptablaðsins, pistlar og margt, margt fleira