Guðfinnur Stefánsson var settur til að gegna embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjvíkur um mánaðamótin. Hann nam lög við Háskólann á Bifröst en fram til þessa hafa allir dómarar á Íslandi stundað laganám við Háskóla Íslands.

Guðfinnur útskrifaðist með BS gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2007 og með ML gráðu í lögfræði frá sama skóla árið 2008. Guðfinnur hefur allt frá brautskráningu starfað sem aðstoðarmaður dómara, fyrst við Héraðsdóm Reykjavíkur og síðar við Héraðsdóm Vesturlands. Hann mun gegna embætti héraðsdómara í Reykjavík frá 1. febrúar til og með 30. apríl næstkomandi.

„Það er mikið ánægjuefni að lögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst skuli ná þessum áfanga. Það var einmitt Háskólinn á Bifröst sem reið á vaðið og hóf að veita HÍ öfluga samkeppni í laganámi árið 2001", segir Helga Kristín Auðunsdóttir sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst í tilkynningu vegna þessa merka áfanga.