Ólafur Eiríksson, lögmaður Aurláka, segir að dómi í máli þrotabús Milestone gegn Aurláka frá því í morgun verði áfrýjað til Hæstaréttar. Þessu greinir RÚV frá.

Eins og VB.is greindi frá féll dómur í málinu í dag. Aurláki, félag í eigu Karls Wernerssonar, var gert að greiða þrotabúi Milestone rúmar 970 milljónir króna fyrir Lyf og heilsu sem seld var út úr Milestone árið 2008. Milestone varð gjaldþrota árið 2009 og hélt þrotabúið því fram að ekki hafi fullnægjandi greiðsla fengist við söluna til Aurláka. Þar hafi vantað upp á 970 milljónir króna. Tilgangurinn með sölunni hefði í raun verið að koma Lyf og heilsu undan gjaldþroti Milestone.